Nemendurnir koma frá sjö löndum: Fillipseyjum, Hondúras, Frakklandi, Sviss, Litháen, Spáni og Póllandi og flestir eru starfsmenn Búlandstinds. Berglind Einarsdóttir hefur stýrt kennslunni fyrir hönd Austurbrúar.

„Þau mæta til okkar í húsnæði Austurbrúar tvisvar í viku, tvo tíma í senn,“ segir hún. „Þau koma oft eftir langan vinnudag og sinna náminu af miklum krafti og gleði. Það sýnir einurðina og áhugann og það eru forréttindi að kenna svona hópum.“

Í síðustu viku lauk námi fyrir jól og mættu nemendur með alls kyns kræsingar og nuta samverunnar. Námið hefst svo aftur að nýju í byrjun næsta árs.

Nánari upplýsingar


Berglind Einarsdóttir

470 3872 // [email protected]