Fyrsta úthlutunarhátíð frumkvæðissjóðs Sterks Stöðvarfjarðar fór fram síðastliðinn föstudag.
Sterkur Stöðvarfjörður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Verkefnið er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðinni sem starfa undir merkjum Brothættra byggða og hófst í mars á þessu ári með vel heppnuðu íbúaþingi.
Að þessu sinnu var sjö milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði verkefnisins. Alls bárust 18 umsóknir í sjóðinn og fengu 13 verkefni styrk. Verkefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og stuðla að bættu mannlífi, atvinnusköpun og fegrun umhverfisins. Það verður spennandi að fylgjast með styrkhöfum vinna að sínum verkefnum á næstu misserum.
Með styrkhöfum á myndunum er Valborg Ösp Á. Warén sem stýrir verkefninu fyrir hönd Austurbrúar.
Umsækjandi | Verkefni | Upphæð |
Kaffibrennslan Kvörn | Kaffibrennslan Kvörn | 1.500.000 |
Sköpunarmiðstöðin | Hönnun á matvælaeiningu, Kaffibar | 1.200.000 |
Guðmundur Arnþór Hreinsson | Heimasíðan stodvarfjordur.is | 600.000 |
Atomic Analog production | Machines & tools for Atomic analog production | 550.000 |
Sköpunarmiðstöðin | Endurbætur á verkstæðum | 550.000 |
Íbúasamtök Stöðvarfjarðar | Göngustígur með sjávarsíðunni | 400.000 |
Þóra Björk Nikulásdóttir | Iðnaðareldhús (undirbúningur) | 400.000 |
Ástrós ehf | Fiskibolluframleiðsla | 350.000 |
Sólveig Friðriksdóttir | Slökunarpúðinn Friður & ró | 350.000 |
Ungmennafélagið Súlan | Gólfefni í líkamsræktarsal | 350.000 |
Skemmtifélag Stöðvarfjarðar | Tónleikar | 350.000 |
Sólveig Friðriksdóttir | Viðskiptaáætlun v/heilsueflandi námskeiða | 200.000 |
Landatangi ehf | Orkusparnaður | 200.000 |
Valborg Ösp Á. Warén
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn