Rannsóknir
Austurbrú hefur frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem byggja á sérstöðu í náttúrufari, atvinnulífi og/eða menningu svæðisins. Innan Austurbrúar er áhersla á að sinna svæðisbundnum rannsóknum sem styðja við og eru innlegg í stefnumótun og byggðaþróun.
NánarSérsniðin námskeið og fræðsluáætlanir
Austurbrú kynnir, miðlar og skipuleggur nám sem einstaklingar og fyrirtæki í fjórðungnum kunna að þurfa og óska eftir hverju sinni. Einnig vinnur starfsfólk okkar greiningar á menntunarþörf og hefur margra ára reynslu af hönnun fræðsluáætlana og annast skipulag námskeiða fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa. Við getum yfirfarið fræðslu- og þjálfunarmál og hjálpað stjórnendum að leggja grunn að markvissri fræðslu starfsfólks.
NánarMarkaðsráðgjöf
Innan Austurbrúar er unnið að kynningu og markaðssetningu Austurlands sem áfangastaðar og til búsetu. Við bjóðum fyrirtækjum upp á ýmis konar markaðsráðgjöf, einkum ferðaþjónustufyrirækjum og í gegnum samstarfssamninga veitum við þeim aðgang að verkfærum sem auðvelda markaðssetningu og auka gæði hennar.
NánarStarfsánægjukannanir
Við framkvæmum starfsánægjukannanir fyrir fyrirtæki og stofnanir og höfum þegar unnið slíkar kannanir fyrir fjölmörg fyrirtæki á Austurlandi. Við eigum stóran spurningabanka sem hægt er að velja úr en bjóðum einnig upp á gerð nýrra spurningavagna. Gerðir eru samningar við hvert og eitt fyrirtæki vegna persónuverndar sjónarmiða og öll gögn vistuð á öruggum stað hjá Austurbrú.
NánarAðstoð við fjármögnun
Þegar kemur að fjármögnun verkefna getur það verið krefjandi verkefni að sækja um í sjóði. Austurbrú rekur Uppbyggingarsjóð Austurlands og á hverju ári höldum við vinnustofur þar sem við aðstoðum einstaklinga og fulltrúa fyrirtækja og stofnana við umsóknarferlið. Þar fær fólk leiðsögn um umsóknarferlið og hvernig gæði umsókna eru tryggð. Slík þekking er mjög hagnýt fyrir frumkvöðla á öllum sviðum og nýtist við gerð umsókna í alla sjóði.
NánarSamstarf
Það er mikilvægt að Austurbrú og Austurland gangi í takt. Í gegnum fjölda verkefna eigum við í stöðugum samskiptum við samfélagið og ætíð er leitast eftir því að verkefnin okkar taki mið af þörfum og hagsmunum landshlutans. Þá efnir Austurbrú reglulega til samtals við hagsmunaaðila um verkefni stofnunarinnar með myndun vinnuhópa, skipulagningu funda og málþinga svo eitthvað sé nefnt. Við leggjum þannig metnað okkar í að veita ráðgjöf og þjónustu sem svarar þörfum samfélagsins.
Nánar