Fyrsta vinnustofa Austanáttar fór fram í gær, miðvikudaginn 25. september, í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði.
Austanátt er 8 vikna ferli fyrir einstaklinga eða teymi sem vilja þróa áfram hugmyndir sem skapa verðmæti á Austurlandi. Í vaxtarrýminu gefst hugmyndasmiðum færi á að tengjast öðrum frumkvöðlum, fá ráðgjöf frá reyndum sérfræðingum og fræðslu s.s. um markaðssetningu, hönnunarhugsun, fjármögnun og önnur hagnýt atriði til nýsköpunar. Verkefnin sem taka þátt í Austanátt eru 14 talsins.
Á vinnustofunni í gær vorum vann hópurinn að nánari skilgreiningu á hvaða verðmæti verkefnin eiga að skapa og fyrir hvern. Þátttakendur voru hvattir til að hugsa ekki bara um lausnina og hvernig á að búa hana til, heldur skilgreina betur vandamálið sem henni er ætlað að leysa. Einnig voru skoðað hvernig nota mætti smærri tilraunir til að skilja betur í hvaða átt væri skynsamlegt að vinna hugmyndirnar.
Um AustanáttFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn