Gæðastefnan lýsir áherslu Austurbrúar á gæði vinnu og þjónustu stofnunarinnar og að þjónustan sé í samræmi við væntingar viðskiptavina og samstarfsaðila. Stjórnendur Austurbrúar bera ábyrgð á gæðastefnu stofnunarinnar.

Gæðastefnan byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum Austurbrúar og endur­speglast í eftirfarandi markmiðum:

  • Að vera öflug og traust stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa, stofnana og sveitarfélaga á Austurlandi.
  • Að veita góða, samræmda þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
  • Að gæta að hagkvæmni í starfseminni án þess að það komi niður á gæðum verkefnanna sem
  • Austurbrú hefur skuldbundið sig til að sinna.
  • Að beita viðurkenndum aðferðum við framkvæmd verkefna og vinna stöðugt að endurbótum á öllum þáttum starfseminnar.
  • Að veita starfsmönnum gott vinnuumhverfi og hvatningu í starfi.
  • Að hafa gildi Austurbrúar, framsækni – fagmennska – samvinna, að leiðarljósi.
  • Að fylgja lögum og reglugerðum sem lúta að starfssviðum stofnunarinnar.
  • Að vinna skv. samningum sem stofnunin er aðili að.
  • Að halda utanum gögn skv. viðurkenndum skjalavistunarfræðum.
  • Að halda utanum gæða-og verkferla skv. viðurkenndum gæðaferlum.

Stjórnendur Austurbrúar gera sér grein fyrir að gæðamál eru stöðugt á dagskrá og vanda þarf til verka við úrlausn þeirra. Þessi stefna skal endurskoðuð annað hvert ár eða oftar ef þörf krefur.

Stjórn samþykkir gæðastefnuna áður en hún er gefin út.