Á fundinum var sjónum beint að hæfni, gæðum og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fundarstjóri var Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Skriðuklausturs. Gestafyrirlesari fundarins var Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi í ferðamálum.  Framsögumenn auk hennar voru:  Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Vök Baths, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdarstjóri SAF, Ásdís Helga Bjarnadóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú , Auður Vala Gunnarsdóttir og Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar hjá Blábjörg Resort og loks Margrét Wendt og Valdís A. Steingrímsdóttir fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Því miður setti veður strik í reikninginn og féll fyrirhugað pallborð niður þar sem ófært var um Fagradal og pallborðsgestir búsettir víðsvegar um firðina. Mæting var hins vegar með besta móti en tæplega 30 manns sóttu viðburðinn. Honum var einnig streymt til þeirra sem ekki gátu mætt í Valaskjálf.

Upptaka: Aukin hæfni starfsfólks - fjársjóður í ferðaþjónustu á Austurlandi

Nánari upplýsingar


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]