Nordic Foodi in Tourism

Það eru Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem leiða verkefnið. Til að kynna niðurstöður þess og dýpka skilning er efnt til ráðstefnu á Egilsstöðum 30. september. Um 250 gestir víðsvegar að úr heiminum hafa nú þegar skráð sig en bæði er hægt að mæta á svæðið og fylgjast með úr fjarlægð í gegnum stafræna miðla.

Á ráðstefnunni verður fjallað um strauma og stefnur sem tengjast matvælaframleiðslu, mataræði og mat í ferðaþjónustu. Rýnt verður í breytingar og tækifæri sem felast í norrænum mat, sjálfbærum lífsstíl og matarupplifunar innan ferðaþjónustu ásamt því að gestum verður að sjálfsögðu boðið að smakka góðgæti úr nærsamfélagi Austurlands.

Þótt mikið hafi verið skrifað um framtíð matvælaframleiðslu annars vegar og ferðaþjónustu hins vegar er frekar fátítt að spyrða þessar tvær atvinnugreinar saman sem órjúfanlega þræði sjálfbærrar ferðaþjónustu.

Líkt og gestirnir koma fyrirlesarar víða frá og verða því allir fyrirlestrar á ensku.

Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna en hægt er að gera það á heimasíður verkefnisins www.nordicfoodintourism.is

Frekari upplýsingar veitir:

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska ferðaklasanum – 8617595