Námsframboð

Háskólagrunnur

Nám við í háskólagrunn Háskólans í Reykjavík (HR) er í boði í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Nemendur geta valið um nám til lokaprófs og viðbótarnám við stúdentspróf. Námið hefst að hausti. Námið er sveigjanlegt og blanda af staðbundnu og stafrænu námi. Námsefni er það sama og í náminu í Reykjavík. Námsaðstaða er í Fróðleiksmolanum (Búðareyri 1) á Reyðarfirði. Kennarar eru frá HR en verkefnastjóri náms er í Fróðleiksmolanum og aðstoðar nemendur, ásamt því að taka að einhverju leyti þátt í kennslu og verkefnum. Mögulegt er að hefja nám um áramót og stunda námið á hálfum hraða.

Tölvunarfræði

Boðið er upp á B.S.-nám í tölvunarfræði frá HR í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA).

Annað fjarnám eða sveigjanlegt nám

Háskólar landsins bjóða upp á ýmsar leiðir í námsfyrirkomulagi fyrir nema á landsbyggðinni.

 

Þjónusta

Á ári hverju þjónustar Austurbrú nokkur hundruð háskólanemum í landshlutanum. Hjá okkur geta þeir fengið námsaðstöðu, sótt ýmis gagnleg námskeið, tekið próf, fengið leiðbeiningar varðandi nám, s.s. námstækni, skipulag verkefna og ráðgjöf vegna prófkvíða o.fl.

Námskeið á haustönn 2022: Ritgerðarvinna og skipulag, Gagnasöfn og heimildavinna.

 

Verkefni

Nemendur geta leitað til Austurbrúar þegar þeir eru að leita að viðfangsefni lokaverkefnis. Sérstaklega er bent á að verkefnin miði að Austurlandi og leita má fanga í Svæðisskipulagi Austurland þar sem sett er fram sameiginleg framtíðarstefna sveitarfélagana í fjórðungnum.

 

Samstarfsstofnanir

Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Náttúrustofa Austurlands,

 

Nemendasamfélag

Stofnaður hefur verið Facebook-hópur fyrir háskólanema á Austurlandi. Stefnt er að því að byggja upp meiri tengsl á milli háskólanema í landshlutanum með hópnum, viðburðum og fræðslu.

Verkefnastjóri háskólanáms


Gréta Björg Ólafsdóttir

860 2908 // [email protected]

Gagnlegir hlekkir

Frekari upplýsingar

Verkefnastjóri háskólanáms


Gréta Björg Ólafsdóttir

860 2908 // [email protected]

Náms– og starfsráðgjafi


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]

Verkefnastjóri símenntunar og prófstjóri


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

[email protected] 3827 // [email protected]