Fundurinn var vel sóttur af atvinnuráðgjöfum um allt land en fyrir hönd Austurbrúar sóttu fundinn þau Jóna Árný Þórðardóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Arnar Úlfarsson og Valdís Vaka Kristjánsdóttir. Margar fróðlegar kynningar voru í boði fyrir þátttakendur og má þar nefna heimsóknir í útgerðarfyrirtæki í Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði, hákarlasetur og Frystiklefann á Rifi. Fundað var um nýsköpun og samstarf ráðgjafa landshlutanna við fyrirtæki og stofnanir en í því er mikil gróska. Fundur sem þessi er mikilvægur til að auka samvinnu á milli landshluta og styrkja stoðkerfi atvinnumála.