Ferðaþjónustan fundar

Ferðaþjónustan átti fjölbreyttan dag á suðurfjörðum Austurlands þar sem Djúpivogur og Breiðdalsvík voru í aðalhlutverki.

Blásið var til veislu um kvöldið á Hótel Breiðdalsvík þar sem gestir gæddur sér á þriggja rétta veislu að hætti hússins og breski uppistandarinn Kimi Tayler fór með gamanmál fyrir hópinn. Dagurinn var virkilega vel heppnaður í alla staði og langar Austurbrú að þakka öllum þeim aðilum sem sáu sér fært um að mæta kærlega fyrir. Sömuleiðis þökkum við fyrirlesurum, Adventura, Tanna Travel og Tinnu Adventure, Hótel Breiðdalsvík, Beljanda og Lefever kærlega fyrir aðstoðina. Án ykkar hefði dagurinn ekki orðið jafn góður og raun ber vitni.

 

Myndir: Ingvi Örn Þorsteinsson og Fannar Magnússon.

Frekari upplýsingar


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]