Haustþing SSA 2020
SSA Logo

Haustþing á tímum heimsfaraldurs

Aðalmenn:

  • Einar Már Sigurðarson (formaður)
  • Pálína Margeirsdóttir
  • Gauti Jóhannesson
  • Hildur Þórisdóttir
  • Sigríður Bragadóttir

Varamenn:

  • Eydís Ásbjörnsdóttir
  • Jón Björn Hákonarson
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir
  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Íris Grímsdóttir
Haustþing SSA - fjarfundur
Fundarmenn á haustþingi SSA sem haldið var í fjarfundi þann 9. október sl.

Að venju sendi haustþing SSA frá sér ályktun sem að þessu sinni var skýr og skorinort:

Haustþing SSA, haldið í fjarfundi þann 9. október 2020 ítrekar mikilvægi þess að Alþingi og ríkisstjórn standi við bakið á sveitarfélögunum á þessum víðsjárverðu tímum.

Mikilvægt er að sameinast um þau brýnu uppbyggingar- og framfaraverkefni sem ályktað hefur verið um undanfarin ár af hálfu SSA* og blása þannig til sóknar fyrir íslenskt þjóðarbú.

Haustþingið kallar eftir samstöðu þings og þjóðar að nýta þau tækifæri sem eru til staðar um leið og hlúð er að þeim sem verða fyrir áföllum af völdum Covid19.