Heilsustefnu Austurbrúar er ætlað að bæta lífsgæði og vinnuumhverfi starfsfólks. Með því að móta heilsustefnu eykst þekking á forvörnum og heilsueflingu.

Starfsfólki er boðið upp á vel skipulagt, heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi og á þetta við um allar starfsstöðvar Austurbrúar.

Lögð er áhersla á fræðslu og upplýsingagjöf til starfsfólks og stjórnenda um þarfar
umbætur og stuðning við starfsfólk.

Framkvæmd:

• Í boði er sveigjanlegur vinnutími eins og hægt er m.t.t. verkefna. Í undantekningartilfellum getur starfsmaður með samþykki yfirverkefnastjóra unnið heima.
• Starfsfólk er hvatt til að nýta heilsustyrk til að efla eigið heilbrigði.
• Starfsfólk er hvatt til þátttöku í viðburðum og verkefnum til heilsueflingar.
• Starfsfólk er hvatt til að bjóða samstarfsfólki með í heilsueflandi viðburði.
• Í fræðsluáætlun Austurbrúar er tekið tillit til heilsustefnu með heilsueflandi námskeiðum.
• Boðið er árlega upp á flensusprautu.
• Í boði eru reglubundin heilsufarsskoðun.
• Hverskyns ofbeldi er ekki liðið hjá Austurbrú, skýrar reglur eru um hvernig við því er brugðist.
• Gerðar eru reglubundnar kannanir um líðan starfsfólks og tímasettar framkvæmdaáætlanir unnar út frá þeim.

Heilsustefna er hluti af mannauðsstefnu Austurbrúar.