Aðeins um helmingur fyrirtækja, sem tóku þátt könnun sem Austurbrú vann fyrir Vinnumarkaðsráð Austurlands, hafa leitað til Vinnumálastofnunar (VMST) eftir starfsfólki og um fjórðungur þeirra hafa fengið fyrirspurn frá VMST fyrir hönd atvinnuleitanda.

Könnunin var unnin að frumkvæði Vinnumarkaðsráðs Austurlands í þeim tilgangi að auka tengsl atvinnurekenda og atvinnuleitenda á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð. Markmiðið var að efla skilvirkar leiðir fyrir atvinnuleitendur í sinni atvinnuleit og finna leiðir fyrir atvinnurekendur til að koma sinni þörf fyrir vinnuafl á framfæri.

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að auka megi skilvirkni atvinnuleitar og bæta aðstæður atvinnuleitenda. Aðeins um helmingur fyrirtækjanna, sem svöruðu könnuninni, höfðu leitað til Vinnumálastofnunar (VMST) eftir starfsfólki og um fjórðungur fyrirtækjanna hafði fengið fyrirspurn frá VMST fyrir hönd atvinnuleitanda. Þá vekur athygli að vinnusamningar og vinnuprófanir enda sjaldnast með ráðningu atvinnuleitanda.

Lokaskýrslu má lesa hér.

Nánari upplýsingar veitir Tinna Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, í síma 857 0801 / [email protected] 

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn