, Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Sigurður Ólafsson verkefnastjóri hjá Síldarvinnslunni, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.

Markmið með nýjum hvatningarstyrk er að hvetja nemendur til góðrar ástundunar og auka vitund og umræðu um mikilvægi þekkingarstarfsemi á Austurlandi. Þeir nemendur sem ljúka fullu námi á einu ári með hæstu einkunn hljóta styrkinn. Hver styrkur mun nema 500.000 krónum og er ráðgert að einn til tveir nemendur geti hlotið styrkinn í lok námsárs. Alcoa-Fjarðaál, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan, Eskja og Laxar fjármagna styrkinn sameiginlega til tveggja ára en fulltrúar þeirra hafa tekið virkan þátt í fjármögnun og stefnumótum háskólaverkefnisins á Austurlandi.

Rektorar beggja skóla lýstu við undirskriftina yfir ánægju með víðtæka aðkomu atvinnulífsins að verkefninu og sögðu hana til marks um víðtækan og mikilvægan samfélagslegan stuðning við uppbyggingu háskólanáms á svæðinu.

Háskólagrunnur HR á Austurlandi er fyrir þau sem vilja hefja háskólanám en vantar tilskilinn undirbúning. Hægt er að ljúka lokaprófi úr Háskólagrunni eða viðbótarnámi við stúdentspróf og nýta sem leið inn í nám á háskólastigi. Umsóknarfrestur um námið rennur út 15. júní en kennsla hefst í ágúst. Námið verður sveigjanlegt, blanda af staðbundnu og stafrænu námi, með aðstöðu í húsnæði Austurbrúar í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði þar sem verkefnastjóri námsins verður einnig og aðstoðar nemendur ásamt því að taka að einhverju leyti þátt í kennslu og verkefnum.

Mynd: Frá vinstri, Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Sigurður Ólafsson verkefnastjóri hjá Síldarvinnslunni, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.

Nánari upplýsingar