Fræðsluferð til Orvieto

Um Cittaslow

Markmið Cittaslow hreyfingarinnar eru að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám og heiðra þess í stað sérstöðu, vitund og sjálfbærni. Cittaslow samtökin leggja áherslu á verndun náttúru og menningarminja, fegrun umhverfis, umhverfisgæði, notkun á nýjustu tækni í þágu samfélagsins, eflingu staðbundinnar matarmenningar og framleiðslu, öryggi og aðgengi auk gestrisni, kurteisi og vinsamlegs viðmóts.

Síðastliðin ár hefur Austurbrú, í góðu samstarfi við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og íbúa á Austurlandi lagt mikla áherslu á að gera Austurland að góðum stað til að búa á og heimsækja. Nýtt svæðisskipulag fyrir fjórðunginn gildir frá 2022-2044. Á Austurlandi er nú eina starfandi Cittaslow þorp á Íslandi, en Djúpavogshreppur (sem nú er sameinaður Múlaþingi), varð aðili að samtökunum 2013. Mikill áhugi er á Austurlandi að skoða möguleika þess að fleiri byggðarkjarnar og/eða svæðið í heild sæki um að verða meðlimir í samtökunum.

Starfsfólk Austurbrúar sækir styrki í sína fræðslusjóði til að fjármagna fræðsluferðina.

 


Myndir: Jón Knútur Ásmundsson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Arnar Úlfarsson og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir.
Ferðasaga: Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir.