Stefna Austurbrúar er að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar hjá stofnuninni.

Eins og kemur fram í jafnréttisstefnu Austurbrúar skal gæta þess við ákvörðun launa og annarra starfskjara og hlunninda að ekki sé mismunað á grundvelli kyns, eða að önnur ólögmæt mismunun eigi sér stað á grundvelli persónubundinna atriða eða annarra ólögmætra þátta. Jafnræðis skal gætt við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum, tækifæri til símenntunar, veitingu tækifæra til að axla ábyrgð og ákvarðana varðandi framgang í störfum og uppsagnir. Stofnunin hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa til að framfylgja jafnlaunastefnunni.

Austurbrú skuldbindur sig til að:

• Innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og viðhalda því.
• Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að greina hugsanlega kynbundinn launamunur og kynna starfsfólki helstu niðurstöður.
• Bregðast við frábrigðum sem fram koma með stöðugum umbótum og eftirliti.
• Árlega verði gerð innri úttekt og að stjórnendur rýni stöðuna á jafnlaunakerfinu og aðgerðaráætlun verði yfirfarin og uppfærð eftir þörfum.
• Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta hlítni við lög.
• Jafnlaunastefnan verði árlega kynnt öllu starfsfólki og hún gerð aðgengileg öllum á vefsíðu Austurbrúar.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu Austurbrúar og jafnlaunakerfi stofnunarinnar. Yfirverkefnastjóri innri verkefna ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Samþykkt af stjórn Austurbrúar 9. júní 2020.