Á hverju ári leggur stýrihópur BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, könnun fyrir alla sem á einhvern hátt tóku þátt í hátíðinni.
Könnunin er send í leik-, grunn-, tónlistar-, og framhaldsskóla, til menningarfulltrúa sveitarfélaga, í menningarmiðstöðvar og stofnanir. Auk þess er henni dreift á samfélagsmiðlum og á heimasíðum sveitarfélaga. Mikilvægt er að fá sem flest svör, til að halda áfram að byggja næstu hátíð á fyrri reynslu og gera enn betur í því að bjóða börnum og ungmennum á Austurlandi upp á lista- og menningarviðburði í heimabyggð.
Við vonumst eftir því að sem flestir sjái sér fært að taka þátt og aðstoða BRAS við að þróa hátíðina enn frekar.
KönnunHalldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn