Um starfið

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir haldbærri stjórnunarreynslu, hefur góðan skilning á stjórnsýslu og áhuga á menntamálum. Starfið felst í umsjón með og þróun á þeim verkefnum sem tilheyra fræðslumálum samkvæmt samningum Austurbrúar við stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila.

Við leitum að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfni, er fljótur að koma auga á tækifæri og möguleika og getur unnið undir álagi. Yfirverkefnastjóri ber ábyrgð á starfsáætlun málaflokksins, tekur þátt í innleiðingu starfsmanna og öflun nýrra verkefna. Ennfremur ber yfirverkefnastjóri ábyrgð á þarfagreiningum og framkvæmd og útfærslu úrræða sem lúta að mennta- og fræðslumálum á sviði framhaldsfræðslu, símenntunar og háskólamála.

Ef þú vilt vinna á faglega krefjandi og skemmtilegum vinnustað, þar sem hvatinn er menntun á Austurlandi, þá er þetta starfið fyrir þig. Sterk krafa er um að viðkomandi hafi hæfni og áhuga á að vinna í hóp og geti leitt teymisvinnu og stýrt verkefnum á árangursríkan og skilvirkan hátt.

Ábyrgðarsvið

  • Ábyrgð á málaflokki fræðsluverkefna; símenntun, námsleiðir og háskólamál
  • Aðkoma að rekstri, m.a. eftirlit með fjárhag og gæðum verkefna, skipulag og öflun verkefna
  • Ábyrgð á framvindu og skilum verkefna sem undir yfirverkefnastjóra heyra
  • Tryggja miðlun og viðhald þekkingar innan Austurbrúar
  • Þátttaka í stefnumótun, áætlanagerð og þróun Austurbrúar
  • Þátttaka í öðrum verkefnum á starfssviði Austurbrúar

Kröfur

  • Háskólaprófi á framhaldsstigi sem nýtist í starfi
  • Sterk reynsla af stjórnsýslu og verkefnastjórnun
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og mótun liðsheildar
  • Þekking og reynsla af rekstri, áætlanagerð
  • Færni í íslensku og ensku

Fylgigögn með umsókn

  • Ferilskrá
  • Kynningarbréf
  • Greinargerð um stjórnunar og stjórnsýslureynslu
  • Upplýsingar um meðmælendur

Fríðindi í starfi

  • Góður aðbúnaður
  • Sveigjanlegt starfsumhverfi
  • Stytting vinnuviku
  • Jafnlaunavottun
  • Heimavinnudagar

Gögnin skal senda til Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra innri mála [email protected]

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Yfirverkefnastjóri getur haft aðsetur á hverri af starfsstöðvum Austurbrúar en búseta á Austurlandi er skilyrði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs. Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst.

Austurbrú er þverfaglegur og krefjandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu. Starfsstöðvarnar bjóða góða aðstöðu og aðbúnað. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og er EQM vottuð stofnun á sviði fræðslumála.