Ert þú framsækinn og drífandi verkefnastjóri? Hefur þú brennandi áhuga á farsældarmálum og jákvæðri þróun Austurlands? Ertu öflugur í teymisvinnu og átt auðvelt með að skapa heildarsýn yfir málefni?
Austurbrú auglýsir nýtt starf verkefnastjóra í málefnum farsældar á Austurlandi. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) við ráðuneyti mennta- og barnamála.
Verkefni starfsins eru fjölþætt og felast meðal annars í að koma á fót Farsældarráði á Austurlandi sem ætlað er að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Verkefnið er á svæðisvísu og verkefnastjóri mun vinna með hagaðilum á öllu Austurlandi, starfið krefst reglubundinnar viðveru á öllum starfsstöðvum Austurbrúar. Búseta á Austurlandi er skilyrði og verkefnastjóri þarf að hafa bílpróf.
Við leitum að verkefnastjóra sem er jákvæður og skipulagður, á auðvelt með að skapa tengsl og eiga í samskiptum við ólíka aðila. Ef þú vilt vinna að mikilvægum og kraftmiklum verkefnum sem fela í sér fjölbreytt viðfangsefni sem efla samfélagið, þá er þetta starfið fyrir þig.
Ábyrgðarsvið
Kröfur
Umsókn skal fylgja:
Umsóknir skal senda til Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra innri mála: [email protected]
Frekari upplýsingar veitir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar og SSA: [email protected]
Umsóknarfrestur: Til og með 15. október 2024
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst í að lágmarki 80% starfshlutfalli. Búseta á Austurlandi er skilyrði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Visku.
Austurbrú er þverfaglegur og spennandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu. Austurbrú hefur hlotið jafnlaunavottun og er EQM vottuð stofnun á sviði fræðslumála og á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki undanfarin ár.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn