Hvað er Eygló?

Eygló er samstarfsverkefni á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, heitið vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. Meginmarkmið Eyglóar er að efla nýsköpun og þróun, með áherslu á að bæta nýtni hliðarstrauma og flétta þá inn í nýja verðmætasköpun. Þetta styður við vöxt sprotafyrirtækja og fjölgar tækifærum til þátttöku í alþjóðlegum rannsókna- og þróunarverkefnum í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu. Ætlunin með Eygló er að leiða saman aðila til að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum.

Um starfið

Austurbrú auglýsir eftir sérfræðingi til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skilningi og þekkingu á hringrásarhagkerfinu og sérþekking á sviði orkuskipta og nýsköpunar er kostur. Starfið felst í þeim verkefnum sem tilheyra Eygló, nýjum málaflokki innan Austurbrúar sem grundvallast á samningi Austurbrúar við Landsvirkjun, umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins og sveitarfélaganna á Austurlandi. Sérfræðingurinn þarf að búa yfir greinandi hugsun, sjálfstæði og vera fljótur að koma auga á tækifæri, lausnir og möguleika. Ennfremur að hafa góða samskiptahæfni og færni í að vinna skipulega að verkefnum og áætlunum.

Ef þú vilt vinna á faglega spennandi og skemmtilegum vinnustað, þar sem hvatinn er efling hringrásarhagkerfisins á Austurlandi, þá er þetta starfið fyrir þig. Viðkomandi starfsmaður þarf að hafa hæfni og áhuga á að vinna í hóp þar sem verkefni Austurbrúar eru teymisdrifin, áhersla er á skilvirka miðlun upplýsinga og skýra vinnuferla.

Ábyrgðarsvið

  • Virk þátttaka í mótun og framkvæmd verkefna málaflokksins
  • Skipulag og uppbygging á tækifærum Eyglóar með hringrásarhugsun að leiðarljósi
  • Samskipti, samstarf og samvinna við hagaðila og samningsaðila
  • Aðkoma að öflun samstarfsaðila, styrkja og fjármagns
  • Teymisvinna, þátttaka og tenging við önnur verkefni á starfssviði Austurbrúar á grunni Eyglóar

Kröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Brennandi áhugi á sviði hringrásar, orkuskipta og nýsköpunar
  • Þekking á nýsköpunar,- frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar og rannsóknaverkefna
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og færni í að koma frá sér efni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Tækniþekking sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku

Umsókn skal fylgja

  • Ferilskrá
  • Ítarlegt kynningarbréf þar sem fram koma forsendur umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir starfskröfur.

Gögnin skal senda til Tinnu Halldórsdóttur yfirverkefnastjóra innri mála – [email protected]

Frekari upplýsingar veitir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar – [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2023.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Austurlandi er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fræðagarðs. Austurbrú er þverfaglegur og spennandi vinnustaður sem er leiðandi í stoðþjónustu á Austurlandi hvað varðar atvinnulíf, menntun, byggðaþróun og menningu.