Námskeið

Boðið er upp á almenna kennslu í kennslufræði fyrir leiðbeinendur en svo eru í gangi líka sérsniðin námskeið fyrir leiðbeinendur í stóriðjuskóla Austurbrúar og Alcoa og hins vegar fyrir leiðbeinendur í íslensku sem annað mál.
Kennarar á námskeiðunum eru Hrannar Baldursson og Nichole Leigh Mosty sem koma bæði frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Á námskeiðinu „Kennslufræði fullorðinna“ er lögð áhersla á að dýpka skilning leiðbeinenda á grundvallarforsendum náms fullorðinna, skipulagi þess og framkvæmd. Á námskeiðinu eru þátttakendur hvattir til að beita gagnrýninni hugsun og jafningafræðslu og að haga sinni kennslu þannig að hún sé viðeigandi fyrir líf og störf fullorðins fólks.