List án landamæra

Námskeiðið sem haldið var í haust var hugsað sem einskonar þakklæti til náttúrunnar. Unnið var með teikningu og málun með akrýllitum, vatnslitum og klippimyndum úr dagblöðum og auglýsingabæklingum sem berast okkur daglega en enda yfirleitt í ruslinu. Sóttur var efniviður og hráefni í umhverfið sem umlykur okkur og fjölbreyttum aðferðum beitt við listsköpunina.

Sýningin stendur frá 6.-12. desember og er opin á opnunartíma hússins frá 11 til 16 virka daga og á laugardögum frá 13 til 16. Fallegt jólaskraut og handverk verður til sölu á opnuninni. Vegna fjöldatakmarkana verður bara hægt að hleypa 9 einstaklingum inn í einu en settir verða upp gashitarar og boðið upp á heitan drykk fyrir utan Sláturhúsið fyrir þá sem komast ekki inn strax.

Leiðbeinandi og sýningarstjóri er Ólöf Björk Bragadóttir, myndlistarmaður og listakennari í ME. Hún hefur haldið tvö námskeið í vetur fyrir fólk með fötlun: Mósaíknámskeið og fyrrnefnt myndlistarnámskeið.

Sjá viðburð á Facebook.