Þann 5. júní héldu Matís og Austurbrú vinnustofu á vegum Evrópuverkefnisins NATALIE á Reyðarfirði sem hófst í fyrra. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa svokallaðar náttúrutengdar lausnir (e. nature-based solutions; NBS) við þeim vandamálum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Þar má nefna aukna skriðuhættu, hækkandi sjávarstöðu, þörungablóma og fleira.
Markmið vinnustofunnar var að kynna verkefnið fyrir helstu hagsmunaaðilum svæðisins og fá þeirra sýn á þá möguleika sem verkefnið býður upp á. Í tilfelli NATALIE eru hagsmunaaðilar allir þeir aðilar sem þurfa að glíma við einhvers konar áskoranir tengdar loftslagsbreytingum og það er því fjölbreyttur hópur sem kemur að verkefninu. Þátttakendur vinnustofunnar voru ellefu talsins og komu frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu.
Skipuleggjendur vinnustofunnar voru ánægðir með hana. Allt hafi gengið vel og þátttakendur virkir og viljugir til þess að leggja sitt af mörkum svo markmiðum NATALIE verði náð. Hagaðilar svæðisins eru þegar meðvitaðir um þær loftslagstengdu áskoranir sem Austurland stendur frammi fyrir og vilja auka viðnámsþrótt svæðisins varðandi þær. Þessi mikli áhugi fyrir loftslags- og umhverfismálum hjá hagsmunaaðilum á Austurlandi er dýrmætur fyrir NATALIE verkefnið og Matís og Austurbrú hlakka til frekari samvinnu.
Sjá nánari umfjöllun á vef MatísFrá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn