Safnaskýrsla. Jessica Auer.

Samtal um málefni safna á Austurlandi

Málþing um safnamál á Austurlandi verður haldið í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði (Búðareyri 1) þriðjudaginn 22. mars kl. 13:00 – 16:00.

Á þinginu verður skýrslan Aukið samstarf eða sameining safna á Austurlandi kynnt.

Hanna Cristel Sigurkarlsdóttir frá Skaftfelli og Elsa Guðný Björgvinsdóttir frá Minjasafni Austurlands fjalla um fræðslumál safna, tækifæri og áskoranir.

Skúli Björn Gunnarsson frá Skriðuklaustri fjallar um menningarmiðlun á nýjum tímum.

Elfa Lilja Gísladóttir frá List fyrir alla kynnir vefsíðuna Menning fyrir alla sem er á vegum Listar fyrir alla.

Kaffi

Eftir hlé stýrir Tinna K. Halldórsdóttir vinnustofum um safnamál, markaðsmál safna, fræðslumál safna og stofnun samstarfshóps/safnaklasa á Austurlandi. Niðurstöður vinnuhópa verða kynntar í lokin.

Gestir eru beðnir um að skrá sig fyrirfram hér. Að skráningu lokinni gefst kostur á að velja hvort fólk ætli að mæta á Reyðarfjörð eða taka þátt á vefnum. Sé seinni kosturinn valinn verður hlekkur sendur á þátttakanda eftir að skráningu er lokið.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]