Mannauðsstefna Austurbrúar tekur til allra starfsmanna Austurbrúar. Stjórnendur Austurbrúar bera ábyrgð á því að mannauðsstefnunni sé framfylgt, þ.e. framkvæmdastjóri og yfirverkefnastjórar. Stefnan tekur mið af gildum stofnunarinnar: Framsækni, fagmennska, samvinna.

Stefna Austurbrúar er að vera áhugaverður og aðlaðandi vinnustaður sem býr vel að starfsfólki sínu, býður því samkeppnishæf starfskjör og möguleika á að starfa að fölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Markmið Austurbrúar eru að:

• Tryggja starfsfólki góð starfsskilyrði.
• Stuðla að fræðslu og endurmenntun starfsfólks.
• Tryggja að gagnkvæmt traust og gott samstarf ríki innan stofnunarinnar.
• Tryggja að starfsfólk sé vel upplýst um verkefni sín og skyldur.
• Stuðla að heilbrigðu og fjölskylduvænu starfsumhverfi.
• Tryggja að jafnréttissjónarmiða sé gætt á öllum sviðum.
• Stuðla að þverfaglegri umræðu og teymisvinnu milli fagsviða stofnunarinnar.

Starfsfólki gefist að minnsta kosti einu sinni á ári kostur á starfsþróunarsamtali við stjórnendur um öll þau mál sem snerta starfsmanninn og vinnustaðinn. Almenn réttindi og skyldur starfsfólks fara eftir gildandi lögum og samþykktum svo og kjarasamningum á hverjum tíma. Launakjör skulu ákvörðuð á grundvelli kjarasamninga og reglna sem Austurbrú setur sér.