Gott samstarf þvert á landshlutanna

„Að mínu mati mætti auka enn frekar samstarfið milli landshlutaskrifstofanna með virku samtali og áhersluverkefnum“ – Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

„Það er einnig ánægjulegt að kynnast konum af öllu landinu og heyra hverjar áskoranirnar eru á hverjum stað,“ bætir Ásdís Helga við. „Það sem hefur einkennt hópanna bæði í haust og nú í vor eru áskoranir sem tengjast Covid-19, umræður um vefsölu, markaðstækifæri og hvernig megi best nýta tímann til að rýna inn á við og endurskoða áherslur fyrir næstu tólf mánuði og næstu fimm árin. Gagnlegt samtal þar sem þátttakendur voru mjög virkir í að miðla af sinni reynslu. Ég held því að allir hafi notið góðs af þessu samtali þrátt fyrir að fyrirtækin hafi verið afar ólík.

Það verður spennandi að fylgjast með framgangi þessara fyrirtækja og þátttakenda í framtíðinni. Eins og þær vita, og vonandi fleiri, má alltaf leita til atvinnuráðgjafa um land allt og landshlutasamtaka er varðar ráðgjöf og þjónustu. Auk þess sem flestar landshlutaskrifstofurnar bjóða uppá ýmis gagnleg námskeið fyrir frumkvöðla, einstaklinga og fyrirtæki.“

Nánari upplýsingar


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

470 3811 // [email protected]