Takk fyrir samstarfið!

Við erum þakklát öllum okkar samstarfsaðilum sem taka á móti blaðamönnum á okkar vegum og vitum að þau leggja mikið á sig við að gera dvöl þeirra eftirminnilega.

Áfangastaðastofa Austurlands starfar innan Austurbrúar og vinnur árið um kring að margvíslegu markaðs- og kynningarstarfi fyrir landshlutann. Sem dæmi má nefna samstarf við Íslandsstofu og austfirska ferðaþjónustuaðila um skipulagningu og framkvæmd ferða erlendra blaðamanna um svæðið. Þá fáum við gjarnan fyrirspurnir frá sjálfstæðum blaðamönnum, bloggurum og áhrifavöldum sem við aðstoðum við stóra sem smáa hluti t.d. ferðaskipulagningu og almenn ráð, að koma á samböndum við samstarfsaðila, öflun ljósmynda fyrir umfjallanir og fleira. Auk þess eru gjarnan ferðabloggarar og áhrifavaldar á ferð um landshlutann á eigin vegum en við, með aðstoð Íslandsstofu, fylgjumst með og kortleggjum umfjöllun sem birtist um Austurland og austfirska áfangastaði á vef- og samfélagsmiðlum. Markmiðið er ávallt að kynna gesti okkar fyrir þeim fjölbreyttu möguleikum sem landshlutinn okkar býður upp á í ævintýrum og afþreyingu, mat, gistingu og upplifunum.

Við erum þakklát öllum okkar samstarfsaðilum sem taka á móti blaðamönnum á okkar vegum og vitum að þau leggja mikið á sig við að gera dvöl þeirra eftirminnilega. Allt hjálpar þetta til við að upphefja hið góða starf sem ferðaþjónustan í landshlutanum vinnur og vekja athygli á áfangastaðnum Austurlandi.

 

Nánari upplýsingar