Námsframboð

Nám við í háskólagrunn Háskólans í Reykjavík (HR) verður áfram í boði í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði í haust. Boðið verður uppá verk- og tæknifræðigrunn ásamt tölvunarfræðigrunni. Háskólagrunni HR lýkur með lokaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Námið er sniðið að nemendum á þann hátt að þeir velja strax grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Nemendur á Austurlandi geta valið um eins árs nám eða tveggja ára nám. Einnig verður boðið uppá nám í tölvunarfræði í haust frá HR í samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA).

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram í sveigjanlegu námi og nemendur mæta í verkefnatíma í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Nemendur hafa gott aðgengi að kennurunum í HA og HR. Nemendur eru skráðir í námið við HR og borga skólagjöld samkvæmt gjaldskrá þess skóla. Í sveigjanlegu námi eru flestir hefðbundnir fyrirlestrar teknir upp og settir á kennsluvef. Þannig er mögulegt að horfa á fyrirlestra þegar viðkomandi hentar og eins oft þörf er á. Gott að hafa í huga að hver vika í fullu háskólanámi er ígildi 50-60 stunda vinnuviku.

 

Allar nánari upplýsingar varðandi námið í tölvunarfræði og fyrirkomulag veita:

Ólafur Jónsson hjá Háskólanum á Akureyri
// [email protected]

Bjarni Þór Haraldsson hjá Austurbrú og Háskólanum í Reykjavík
// [email protected]

Hrönn Grímsdóttir hjá Austurbrú
// [email protected]

 

Styttu þér leið

Upplýsingar um háskólagrunn

Upplýsingar um tölvunarfræði

Umsóknir

Fleiri fréttir

Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!

Skoða fréttasafn