Tímasetning: 8. janúar til 10. apríl 2025.

Staðsetning: Egilsstaðir og þjálfun á vettvangi.

Verð:  157.000 kr.
Greiða þarf fyrir námskeiðið í desember. Ef vinnuveitandi greiðir fyrir þátttakandann þarf að skrá það í athugasemdir í umsóknarforminu.
Hægt er að sækja um styrk hjá stéttarfélögum.

Lýsing: ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það að markmiði að fyrirbyggja óæskilega hegðun og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda. Módelið er byggt á ýmsum stefnum og straumum úr sálfræði til dæmis atferlismótun. ART var þróað í Bandaríkjunum af Arnold P. Goldstein, Barry Glick og John C. Gibbs.   

Í ART er unnið með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund þátttakenda. Með því að vinna með þessa þrjá þætti samhliða næst betri og varanlegri árangur heldur en ef aðeins væri unnið með einn þátt í einu. Þessir þættir eru meðal annars þjálfaðir með sýnikennslu, hlutverkaleik, jákvæðri styrkingu, æfingum og umræðum.  

ART teymi Suðurlands (isart) kemur að kennslu og ráðgjöf auk þess að leggja mat á árangur og gefa út viðurkennd réttindi standist þátttakandi námsþættina með fullnægjandi hætti.  

Fyrir hverja: Ekki er krafist sérstakrar menntunar til að sækja ART réttindanámskeið en skilyrði er að vinna með börnum, ungmennum eða fullorðnum sem gætu nýtt sér þjálfun í félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði. ART er fyrir alla. Lágmarksfjöldi á námskeiði er 8.  

Skráningarfrestur: 1. desember 2024. 

Námskaflar og tími: 

13 vikna námskeið:  3+1 kennsludagar frá kl. 09:00-16:00 auk 12 vikna þjálfunar á vettvangi. 

Vika 1:  Kennsludagar 8.-10. janúar.
Í upphafi eru þrír samliggjandi námskeiðsdagar sem samanstanda af fyrirlestrum um hugmyndafræðina og verklegum æfingum. Þátttakendur öðlast þekkingu á ART og þeim kenningum sem það byggir á sem og góða þjálfun í að skipuleggja, undirbúa og sinna ART þjálfun.  

Vika 2 til 7:
Þátttakendur sinna ART þjálfun á vettvangi. Kennari námskeiðsins kemur í fjarinnlit í ART tíma til þátttakenda og veitir aðstoð og endurgjöf.  

Vika 8-12: Kennsludagur 13. mars.
Þátttakendur sinna ART þjálfun á vettvangi. Á þessu tímabili er fjórði námskeiðsdagurinn þar sem þátttakendur sýna myndband af ART þjálfun sem þeir hafa verið með á vettvangi.  

 Vika 13:
ART þjálfun á vettvangi lýkur.  

Þátttakendur skila skýrslu til ART teymis og fá endurgjöf. Hafi þeir lokið öllum þáttum námskeiðsins með fullnægjandi hætti útskrifast þeir formlega sem ART þjálfarar.  

Ferkari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]