Móttaka gesta er rafrænt námskeið fyrir sem hentar öllum sem taka á móti ferðamönnum á Austurlandi t.d. á gisti- og veitingastöðum, sundlaugum, verslunum og sjoppum. Það hentar nýliðum sérstaklega vel en getur líka eflt reyndara starfsfólk í starfi.

Í námskeiðinu er fjallað um hugtakið gestrisni og fagmennsku í móttöku gesta. Lögð er áhersla á að námsefnið sé hagnýtt og að það komi strax að notum fyrir starfsmanninn. Efninu er miðlað í gegnum sérhannaðan hugbúnað með texta, myndum og stuttum myndskeiðum. Námsefnið er brotið upp með reynslusögum austfirskra gestgjafa og nemandi þarf að þreyta próf í lok hvers kafla. Það tekur nemandann um klukkustund að ljúka námskeiðinu.

The Course is also available in English. 

Verð og skráning

Athugið! Vegna stöðunnar í samfélaginu hefur Austurbrú ákveðið að bjóða frían aðgang að þessu námskeiði út árið 2022. Með þessum hætti vill Austurbrú hvetja Austfirðinga til að nýta vel aukinn tíma sem óhjákvæmilega skapast í aðstæðum sem þessum.

Frekari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]