• Þann 30. september heldur Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu í Hótel Valaskjálf og kynnir afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu.
  • Hacking Austurland fer fram í Neskaupstað dagana 30. september til 2. október. Vinningshafar keppninnar verða kynntir á Tæknidegi fjölskyldunnar sem fer fram 2. október í Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað.
  • Matarmót á vegum Austurbrúar verður haldið 1. október í Hótel Valaskjálf frá 14.00–17:00. Spennandi kynningar frá matvælaframleiðendum á Austurlandi auk þess sem boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra.

Hver viðburður er sjálfstæður en þeir tengjast innbyrðis t.d. með þátttöku fyrirlesara, dómara, skipuleggjanda o.fl. Nánari upplýsingar koma síðar en við hvetjum alla áhugasama um að taka þessa daga frá og fylgjast áfram með.

English

Sjá auglýsingu

See promotion

Nánari upplýsingar


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]