Á Seyðisfirði er öflug listmenning, þar á meðal er að finna Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð samtímamyndlist á alþjóðavísu, þeirri miðlun er framgengt með öflugu og fjölbreyttu sýningarhaldi. Uppbyggingarsjóður styður Skaftfell við sýningardagskrá 2022 líkt og undanfarin ár. Markmið verkefnisins er sýningarröð, sem samanstendur af fimm mismunandi sýningum með innlendum og erlendum listamönnum, sem ýmist eru að stíga sín fyrstu skref eða eru hoknir af reynslu.

Þriðja sýningin fer af stað núna laugardaginn 4. júní og ber titilinn Fjær. Þetta síðasta sýning fráfarandi forstöðumanns, Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur og fyrsta sýning Pari Stave sem er nýr forstöðumaður. Á sýningunni verður gerð tilraun til þess að draga fram í dagsljósið flókið þróunarferli milli manns, náttúru og lands í síbreytilegu samhengi. Til sýnis eru verk eftir þrjá listamenn, þau Diana Borsato, Geoffrey Hendricks og Þorgerði Ólafsdóttur. Einnig eru til sýnis steinefni sem tekin voru saman af Nicoline Weywadt og plastmunir frá fornleifaruppgreftri við bæinn Fjörð í Seyðisfirði, sumrin 2020 og 2021.