Um miðjan janúar héldum við námskeið fyrir dyraverði í samvinnu við lögregluna á Austurlandi en samkvæmt lögum þurfa allir þeir sem sinna dyravörslu að hafa tekið námskeið. Að loknu námskeiði fá þáttakendur dyravarðaskírteini sem gefið er út af lögreglunni. Það eru því 18 nýir dyraverðir mættir til starfa víðsvegar um Austurland. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir áfengislögin, sjálfsvörn og viðbrögð við óspektum, hvernig þekkja megi merki um neyslu og sölu ólöglegra vímuefna og skyndihjálp. Starfsfólk Austurbrúar er nú að undirbúa endurmenntunarnámskeið fyrir dyraverði sem snýr þá að sjálfsvarnarhlutanum.
Á myndinni má sjá Sverri Mar Albertsson, hjá Afli, kenna á námskeiðinu en hann fór yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn