Ratsjáin 2021

Viltu auka nýsköpunargetuna?

Ljóst er að fyrirtæki í virðiskeðju ferðaþjónustunnar hafa verið í mikilli óvissu og ólgusjó sem vonandi fer að sjá fyrir endann á. Á næstu vikum og mánuðum er lykilatriði að nýta tímann til að efla nýsköpun, vöruþróun og stafræna ferla fyrirtækisins ásamt því að spegla þekkingu og reynslu hjá öðrum fyrirtækjaeigendum.

Ratsjáin verður keyrð með blönduðu sniði af rafrænni fræðslu, vinnustofum og verkefnalotum. Allir landshlutar munu eiga kost á þátttöku og mikil tækifæri á að kynnast þvert á greinar og landshluta.

Ljóst er að fyrirtæki í virðiskeðju ferðaþjónustunnar hafa verið í mikilli óvissu og ólgusjó sem vonandi fer að sjá fyrir endann á. Á næstu vikum og mánuðum er lykilatriði að nýta tímann til að efla nýsköpun, vöruþróun og stafræna ferla fyrirtækisins ásamt því að spegla þekkingu og reynslu hjá öðrum fyrirtækjaeigendum.

Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir. Listi yfir mögulega efnisþætti er að finna inni í umsóknarforminu hér.

Meðal efnisþátta sem verða í boði eru:

  • Nýsköpun og vöruþróun
  • Markaðsmál og markhópar
  • Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja
  • Breyttir tímar og tækifærin – kaupákvörðunarhringurinn
  • Draumur stofnenda – tilgangur og markmiðasetning
  • Heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?
  • Streitustjórnun
  • Sala og dreifileiðir
  • Vörumerkjastjórnun
  • Endurhugsaðu viðskiptamódelið
  • Skapandi hugsun sem verkfæri til framfara
  • Samkeppnishæfni og sérstöðugreining, svo dæmi séu tekin.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar. Verkefnið er 8 vikur og stendur yfir frá 15. febrúar – 5. apríl. Kynningarfundur fyrir áhugasama verður 25. janúar kl. 13.

Þátttökugjald í Ratsjána er 40.000 kr per fyrirtæki en allt að tveir þátttakendur geta tekið þátt frá hverju fyrirtæki. Allflestir starfsmenntasjóðir styrkja við þátttökugjöld af þessu tagi. Athugið að fyrirtækjum sem hafa áður tekið þátt er velkomið að sækja um aftur.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ([email protected] )  og á www.icelandtourism.is

Tengiliðir hjá Austurbrú


Alda Marín Kristinsdóttir

[email protected]


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]