Minningarsjóður Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar óskar eftir umsóknum um tvo styrki úr sjóðnum árið 2023. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.
Með vísan til 8. gr. skipulagsskrár Minningarsjóðs prestshjónanna Ragnhildar B. Metúsalemsdóttur og Stefáns Péturssonar er hér með auglýst eftir umsóknum um tvo styrki að upphæð 200.000 kr. úr sjóðnum árið 2023. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2023 og skal umsókn fylgja staðfesting á námi. Tekið er fram að styrkir úr sjóðnum eru gefnir upp á launamiðum til styrkþega vegna tekjuársins 2023 í byrjun árs 2024.
Umsóknum skal skila rafrænt til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á netfangið [email protected]
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn