Með vísan til 8. gr. skipulagsskrár Minningarsjóðs prestshjónanna Ragnhildar B. Metúsalems­dóttur og Stefáns Péturssonar er hér með auglýst eftir umsóknum um tvo styrki að upphæð 200.000 kr. úr sjóðnum árið 2023. Tilgangur sjóðsins er að veita námsfólki búsettu á Austurlandi styrki til háskólanáms.

Umsóknarfrestur er til 20. maí 2023 og skal umsókn fylgja staðfesting á námi. Tekið er fram að styrkir úr sjóðnum eru gefnir upp á launamiðum til styrkþega vegna tekju­ársins 2023 í byrjun árs 2024.

Umsóknum skal skila rafrænt til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á netfangið [email protected]