Fjölmargir stunda háskólanám á Austurlandi og á hverju ári þjónustum við nokkur hundruð nemendur. Prófaumsýsla er nokkuð stór þáttur í þessari þjónustu okkar. Fjöldi prófa er tekin á starfsstöðvum Austurbrúar á ári hverju. Auk háskólaprófa eru tekin ýmis konar réttindapróf, íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar og fleira. Próf af einhverju tagi fara fram hjá okkur allan ársins hring og fer umsýsla þeirra eftir ströngum reglum um meðhöndlun prófa.
Það styttist í að prófatímabilið fari á fullt hjá okkur en frá lokum nóvember fram yfir miðjan desember eru tekin yfir 200 próf á starfsstöðvum Austurbrúar. Þetta er ávallt mikill annatími hjá okkur, spennustigið hátt eins og vera ber og starfsmenn leggja sig fram við að leiðbeina nemendum, stappa í þá stálinu og sýna skilning. Fjöldinn er mismunandi á milli staða en er staðan eins og hún lítur út núna. Þessar tölur geta svo breyst með litlum fyrirvara.
• Borgarfjörður eystri – 3 próftökur
• Djúpivogur – 14 próftökur
• Egilsstaðir – 63 próftökur
• Neskaupstaður – 48 próftökur
• Reyðarfjörður – 97 próftökur
• Seyðisfjörður – 7 próftökur
Við hvetjum þá sem vilja nýta þessa þjónustu hjá okkur að hafa samband.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin!
Skoða fréttasafn