Fundurinn var haldinn 6. mars og var tvískiptur eins og fundurinn í febrúar. Í fyrri hluta voru þrjú erindi og framsögumenn voru eftirfarandi:

Eygló Björk Ólafsdóttir í Vallanesi og formaður Vor (Félag framleiðenda í lífrænum búskap) var með erindi um þau tækifæri sem fyrir hendi eru í lífrænni ræktun. Sigurður Max Jónsson, ráðunautur RML, fór yfir stöðu ræktarlands á Austurlandi ásamt stöðu kornræktar á svæðinu og að lokum sagði Eymundur Magnússon í Vallanesi frá reynslu sinni af kornrækt síðustu þrjátíu árin eða svo en í máli hans kom m.a. fram að hann teldi alveg pláss á markaðnum fyrir fleiri í kornrækt til manneldis.

Í seinni hluta voru umræður. Þátttakendum var skipt í tvo hluta. Annars vegar var hópur sem ræddi kornræktun. Í honum var m.a. rætt um mikilvægi skjólbeltaræktunar og þýðingu skjólbelta fyrir ræktun. Þá komu hugmyndir stjórnvalda um stuðning við aukna kornrækt og fyrirhugað stuðningskerfi til umræðu. Í hinum hópnum fór fram almenn umræða um ræktun. Í henni kom m.a. fram að talsverð vöntun væri á þekkingu á gróðurhúsaræktun á Austurlandi. Þátttakendur veltu fyrir sér styrkleikum Austurlands í grænmetisræktun. Mjög mikið væri t.d. ræktað af kartöflum og það væri gríðarlega mikilvægur vöruflokkur fyrir Íslendinga ef til fæðuskorts kæmi.

Nánari upplýsingar


Páll Baldursson

896 6716 // [email protected]


Signý Ormarsdóttir

864 4958 // [email protected]