Seyðisfjörður 2021

Félagsleg seigla

Rannsóknin miðar að því að kanna áhrif hamfaranna á líf íbúa og samfélagið sem heild, hvaða þættir mynda seiglu og stuðla að því að samfélagið nái jafnvægi á ný. Við biðjum alla íbúa á Seyðisfirði að gefa sér tíu mínútur til að svara listanum.

Taktu þátt í rannsókninni

Þessa dagana stendur Austurbrú fyrir rannsókn á seiglu samfélags í kjölfar náttúruhamfaranna sem áttu sér stað á Seyðisfirði í desember 2020, þegar aurskriður féllu á bæinn og ollu miklu tjóni. Hamfarir sem þessar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið sem fyrir þeim verður og í kjölfarið hefst oftar en ekki mikil vinna við að ná aftur einhvers konar jafnvægi. Rannsóknin miðar að því að kanna áhrif hamfaranna á líf íbúa og samfélagið sem heild, hvaða þættir mynda seiglu og stuðla að því að samfélagið nái jafnvægi á ný. Niðurstöðurnar geta gert okkur kleift að kanna hvað var vel heppnað og hvað mætti betur fara, auk þess að gefa innsýn inn í hvað íbúar þurfa frá viðbragðsaðilum og hvaða stuðningur er nauðsynlegur fyrir samfélagið í kjölfar áfalla af þessu tagi.

Þessi spurningalisti er liður í rannsókninni, auk viðtala og lýðfræðilegra gagna. Spurningalistinn spilar stórt hlutverk í rannsókninni og því er mikilvægt að fá sem flest svör við honum. Við biðjum því alla íbúa á Seyðisfirði, sem sjá sér fært, að gefa sér 10 mínútur til að svara listanum. Spurningalistann má finna á íslensku og ensku með því að skanna QR-kóðann hér fyrir neðan eða smella á hlekkinn.

Spurningalisti

Take part in the research

Austurbrú is currently conducting a research on community resilience following the natural disasters in Seyðisfjörður in December of 2020, when landslides hit and caused a lot of damage. Natural disasters have great impact on a society that it affects and following such events comes a process of gaining some balance in the community again. The research aims to look into the effects of these events on the residents and community as a whole, what components contribute to resilience and a restored balance within the community. The results give us an opportunity to see what was well managed and what could have been done better, while also shedding light on what residents need in times like these and what kind of support is crucial for a community following this kind of shock.

This questionnaire is a part of the research, along with interviews and demographic data. The questionnaire plays a major role in getting some insight into the experience of residents and thus it is important for us to get as many responses to it as possible. We kindly ask the residents of Seyðisfjörður to take 10 minutes of their time to contribute to this research by answering the questionnaire linked below. It is available in Icelandic and English by either scanning the QR-code or clicking the link.

The Questionnaire

Frekari upplýsingar / More information

Urður Gunnarsdóttir

Urður Gunnarsdóttir

864 9974 // [email protected]