Skrifstofunám

Fáðu reynsluna viðurkennda

Markmið raunfærnimats er að meta með skipulögðum hætti hið óformlega nám til eininga og staðfesta hæfni einstaklingsins. Að ljúka raunfærnimati gerir þér þannig kleift að hefja nám þar sem þú ert staddur/stödd í þekkingu og færni. Þannig gefst einstaklingum tækifæri á að stytta nám sitt ásamt því að fá reynslu og hæfni viðurkennda. Reynslan hefur sýnt að þetta ferli getur aukið sjálfstraust og styrkt stöðu fólks á vinnumarkaði.

Raunfærnimatið fer fram í starfsstöðvum Austurbrúar sem dreifðar eru um allan landshlutann og ferlið er einfalt. Nánari upplýsingar um raunfærnimat hjá Austurbrú má nálgast hér. Athugið að ferlið er þeim sem ekki hafa lokið formlegu námi að kostnaðarlausu.

 

Nánari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]