Skrifstofunám

Viltu vera í samstarfi við okkur?

Um Nýsköpunarsjóð námsmanna

Austurbrú hvetur námsmenn á háskólastigi sem ætla að dvelja á Austurlandi í sumar til að sækja um í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar kl. 16.

Þeir námsmenn sem áhuga hafa á að vinna verkefni í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Austurlandi geta skráð sig hjá okkur og við veitum aðstoð við að tengja þá við mögulega samstarfsaðila á Austurlandi fyrir gerð umsóknar.

Þeir sem vilja nýta sér aðstoð við að finna samstarfsaðila hafi samband við Arnfríði Eide Hafþórsdóttur og/eða Eyþór Stefánsson hjá Austurbrú. Mikilvægt er að tölvupósti fylgi upplýsingar um netfang og síma, ásamt upplýsingum um á hvaða fagsviði er verið að leita eftir samstarfsaðila.

Skoðaðu sjóðinn hér.

Nánari upplýsingar


Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

470 3828 // [email protected]


Eyþór Stefánsson

470 3808 // [email protected]