Víðtækt samstarf
Markmið samstarfssamninganna Austurland* er að efla samkeppnisstöðu Austurlands með víðtæku samstarfi ríkis, sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga um verkefni er stuðla að framþróun svæðisins.
Nánari upplýsingarÁvinningur af samstarfi
Með því að verða aðili að Austurlandi* hjá Austurbrú verður þú hluti af samstarfsneti okkar og samstarfsvettvangi. Þú færð aðgang að verkfærkfærakistunni á innra svæði á www.austurland.is. Þar er m.a. vörumerkjagrunnur, ljósmyndabanki, grafísk gæðahandbók, leiðbeiningar um vöruþróun, markhópagreining auk þess sem við skipuleggjum fræðslu og upplýsingafundi sem eiga erindi við samstarfsaðila okkar.
Samstarfsaðilar
Mikil áhersla er lögð á aðkomu sem flestra að verkefninu og gerðir eru samstarfssamninga við Austurbrú sem byggja á gildunum kraftur, fjölbreytni, samstaða, sköpun og gæði. Samstarfsaðilarnir eru um 170 talsins: Sveitarfélög, gististaðir, veitingastaðir, afþreyingarfyrirtæki, baðstaðir, bílaleigur, bókaútgáfa, félagasamtök, ferðafélög, ferðaskrifstofur, frumkvöðlar, flugfélög, grafískir hönnuðir, hátíðir, klasar, matvælafyrirtæki, söfn, samtök, stofnanir, sviðslistir, verslanir o.fl.
NánarMorgunfundir Austurbrúar
Morgunfundirnir okkar fara fram í beinu streymi og eru hugsaðir til kynningar á ýmsum verkefnum Austurbrúar auk þess sem við bjóðum sérfræðingum á ýmsum sviðum að miðla upplýsingum og fræðslu til okkar samstarfsaðila. Fundirnir eru gagnvirkir þannig að þátttakendum gefst færi á að spyrja spurninga. Efnistök og efnisval fundanna er opið og frjálslegt og á þeim hefur m.a. verið fjallað um áhrif Covid-19, þjónustu Byggðastofnunar, Ferðamálastofu og fleira. Fundirnir eru stuttir, aldrei lengri en tvær klukkustundir, og skipulagðir af verkefnastjórum Austurbrúar.
Vertu með!
Þú getur orðið samstarfsaðili með því að fylla út formið hér að neðan. Starfsmaður Austurbrúar hefur í framhaldinu samband við þig, fer yfir hvað felst í samstarfsaðildinni og ákvörðun gjaldflokks.
SkráningNánari upplýsingar

Sigfinnur Björnsson