Borgarfjörður

Viltu vinna öðruvísi sumarstarf?

Við leitum að nemum með áhuga og þekkingu á markaðsfræði, hagnýtingu samfélagsmiðla, grafískri miðlun, ferðamálafræði, forritun, upplýsingamiðlun eða einhverju sambærilegu.

Austurbrú leitar að nemum með áhuga og þekkingu á markaðsfræðum, hagnýtingu samfélagsmiðla, grafískri miðlun, ferðamálafræðum, forritun, upplýsingamiðlun eða einhverju sambærilegu. 

Helstu verkefni

  • Samskipti og eftirfylgni við viðskiptavini Austurbrúar.
  • Miðlun og uppsetning kynningarefnis.
  • Vinna með gagnasöfn og skráning í gagnabanka.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Góð tölvu- og tæknifærni og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar.
  • Góð samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Skapandi og lausnamiðuð hugsun.
  • Góð tal- og ritfærni á íslensku og ensku.
  • Að hafa bílpróf

Nemandi getur sótt vinnu á öllum starfsstöðvum Austurbrúar.

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni um fjölgunar sumarstarfa. Ráðningartími er 2,5 mánuður. Nemendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og hafa verið í skóla á síðasta skólaári. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningar­bréf með ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda á netfangið katrindora (hja) austurbru.is og er umsóknarfrestur til og með 14. maí 2021.