Stafdalur

„Maður fer alltaf glaður úr fjallinu“

Skíðasvæðin á Austurlandi, í Stafdal og í Oddsskarði, verða opnuð í vikunni og eflaust eru margir orðnir spenntir að skella sér á skíði eða bretti eftir þessa erfiðu mánuði. Austurbrú hefur unnið talsvert með báðum skíðasvæðunum undanfarið og í fyrsta skipti verður hægt að kaupa árskort á öðru hvoru svæðinu og því fylgja einnig tveir dagpassar á hinu svæðinu.

„Við höfum verið að kortleggja vetrarferðamennsku á Austurlandi og skoða möguleg tækifæri með fyrirtækjum á svæðinu,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú. Ein nýbreytni í vetur er sú að skíðasvæðin munu í fyrsta sinn bjóða upp á árskort sem virka þannig að þeim fylgja jafnframt tveir dagpassar á hitt svæðið.

„Við höldum að ýmis konar vetrarafþreying sé að verða sífellt vinsælli,“ segir hún. „Námskeið sem tengjast t.d. gönguskíðamennsku eru vinsæl og gróskan er talsverð í skíðaíþróttinni. Fjallaskíði eru t.d. að verða vinsælli enda aðstæður til iðkunar mjög góðar á Austurlandi.“

Þá er stefnan hjá Austurbrú að gera sérstakt vefsvæði á síðunni Austurland.is þar sem fjallað verður sérstaklega um vetrarferðamennsku og í þróun eru upplýsingaskilti um möguleika til vetrarafþreyingar í landshlutanum.

„Við erum líka vinna að auknu samstarfi skíðasvæða og annarra ferðaþjónustuaðila á svæðinu og hvetjum alla sem hafa hugmyndir eða vantar aðstoð t.d. þegar kemur að kynningarmálum að hafa samband við okkur,“ segir María.

Verkefni vetursins skýr

Ásdís segir svæðið óðum að verða tilbúið og stefnt er á opnun fyrir helgina. Vegna heimsfaraldurs verður veitingasalan lokuð en Ásdís hvetur fólk til að fylgjast vel með á heimasíðu svæðisins og á samfélagsmiðlum: „Það verða fjöldatakmarkanir,“ útskýrir hún. „Við munum uppfæra upplýsingar jafn óðum svo fólk geti fylgst með. Þetta verða skrýtnar aðstæður til að byrja með en við skulum vinna að því í sameiningu að þetta verði skemmtilegt og að það haldist opið. Verkefni vetrarins verður auðvitað fyrst og síðast að tryggja að gestir virði allar sóttvarnarreglur. Þær verða fáar en skýrar og áframhaldandi opnun veltur á því að þeim sé fylgt í einu og öllu.““

Samvinna skíðasvæða til mikilla bóta

Hreinn og Ásdís eru sammála um að nýju árskortin séu mikið framfaraspor en kaupir þú árskort á einum staðnum færðu tvo dagpassa á hitt sem áður segir. „Þetta hvetur fólk til að prófa ný svæði,“ segir Hreinn. „Það er með þetta eins og annað að tilbreytingin gerir ekkert annað en að auka áhugann.“

Við hvetjum ykkur til að skoða þessar síður. Þar eru helstu upplýsingar um opnunartíma, sóttvarnarreglur og aðra þjónustu sem skíðasvæðin veita:

Nánari upplýsingar


Ingvi Örn Þorsteinsson

[email protected]