Sterkur Stöðvarfjörður

Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður. Íbúaþinginu stjórnaði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi og hefur hún nú tekið saman í einu riti skilaboð frá íbúaþinginu. Á þinginu var unnið eftir svokallaðri “open space” aðferð þar sem íbúar stinga upp á málefnum sem tekin eru til ígrundunar í umræðuhópum. Fjölmörg málefni voru tekin til umræðu, gefið vægi og þeim forgangsraðað. Skoða má samantekt skilaboða íbúa á Stöðvarfirði hér.

Verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, mun formlega hefja störf í sumar þegar hún flyst til Stöðvarfjarðar. Nú stendur yfir vinna að mótun áætlunar fyrir verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður sem byggir á skilaboðum íbúaþingsins og greiningarvinnu verkefnisstjórnar á stöðu byggðarlagsins. Valborg mun nýta sumarið til skrafs og ráðagerða með íbúum og vonir standa til að verkefnisáætlunin verði tilbúin í drögum um miðjan ágúst og þá þegar verði boðað til íbúafundar þar sem verkefnisáætlunin verður kynnt og lögð fyrir fundinn til umfjöllunar og samþykktar. Í kjölfarið verður opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Sterks Stöðvarfjarðar þar sem íbúum og velunnurum byggðarlagsins gefst tækifæri til að senda inn umsóknir um styrki vegna frumkvæðisverkefna.

 

Frétt: Byggðastofnun

Verkefnisstjórn


Valborg Ösp Á. Warén

869 4740 // [email protected]