Staðan í dag
Í landshlutanum eru sterkar atvinnugreinar sem byggja á staðbundnu hráefni og vinnuafl er stöðugt. Framfarir í atvinnulífinu hafa verið miklar en frumkvöðlastarf og nýsköpun er takmörkuð og skortur er á menntuðu starfsfólki. Innviðir samfélagsins eru sterkir en kerfið er viðkvæmt fyrir sveiflum og ýmsar grunnforsendur þarf að jafna með tilliti til aðstöðu s.s. samgöngur, fjarskipti, heilbrigðisþjónustu og orkumál. Til að styðja framfarir í landshlutanum þarf að kortleggja mannauðinn og byggja á styrkleikum samfélagsins.