Ferlið
Sóknaráætlun fyrir Austurland var unnin á tímabilinu júní 2019 til nóvember 2019. Haldnir voru fjórir íbúafundir á Vopnafirði, Egilsstöðum, Djúpavogi og Reyðarfirði. Á fundina mættu um 150 manns. Skipaður var samráðshópur þar sem tryggð var aðkoma sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum. Jafnframt var gætt búsetu og kynjasjónarmiða.
Hlutverk samráðshóps
SSA skilgreinir hlutverk og verkefni samráðshópsins og skal hann hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar. Samráðshópurinn hittist árlega á gildistíma samningsins og á fundum hans er sóknaráætlunin rýnd og framgangur hennar metinn.