Staðan í dag

Fjölbreytt menningarlíf er í landshlutanum, bæði atvinnu- og áhugamanna. Þátttaka í menningarviðburðum er almennt nokkuð góð þó hún helgist vissulega af eðli viðburðanna. Á Austurlandi eru þrjár menningarmiðstöðvar sem hver sinnir mismunandi listformum (sviðlistir, myndlist og tónlist).

Markvisst starf hefur átt sér stað síðustu ár í að efla skapandi greinar og þá eru vaxtartækifæri í listmenntun, með listnámsbraut ME og LungA-skólann fremst í flokki auk þess sem Hallormsstaðaskóli (áður Hússtjórnarskólinn) býður nám í matarhönnun og á textílsviði.

Nokkrar stórar hátíðir eru árlegir viðburðir (t.d. Bræðslan, Eistnaflug, LungA-hátíðin og Rúllandi snjóbolti) auk fjölbreyttrar listastarfsemi árið um kring. Skortur á fjármagni, slæmar samgöngur og fólksfæð hamla helst frekari uppbyggingu, þátttöku og samstarfi í menningarmálum.

Fleiri stofnanir og fyrirtæki á sviði menningar hafa orðið til á síðustu árum s.s. Ströndin, Sköpunarmiðstöðin, BE Porcelain. Stofnuð hefur verið barnamenningarhátíðin BRAS og Sinfóníuhljómsveit Austurlands er tekin til starfa.​

Stöðugreining

Sóknaráætlun Svót menning