Staðan í dag
Staða umhverfismála á Austurlandi er nýr liður í sóknaráætlun og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og mikilli áherslu samtímans á umhverfismál í víðu samhengi. Austurland tekst á við þær áskoranir eins og önnur samfélög og setur sér framtíðarsýn, markmið og aðgerðir sem tengjast umhverfismálum í sóknaráætlun.