Hlutverk og viðfangsefni Austurbrúar ses.

Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi.

Austurbrú er fyrsta stofnun sinnar tegundar á Íslandi. Markmiðið með henni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta.

Verkefni Austurbrúar eru fjölbreytt og krefjandi:

 • Háskólanám og rannsóknir
 • Markaðsmál
 • Menningarmál
 • Nýsköpunar-, atvinnu- og þróunarmál
 • Símenntun

Austurbrú vinnur að því að Austurland verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag.

Gildi Austurbrúar

Framsækni

 • Við erum leiðandi í miðlun þekkingar, rannsókna og þróunar í fjórðungnum
 • Við erum lausnamiðuð
 • Við erum skapandi og óhrædd að reyna nýja leiðir í störfum okkar og hugsun

Fagmennska

 • Við sýnum færni og ábyrgð í störfum okkar
 • Við leitumst við að veita hagsmunaaðilum bestu fáanlegu þjónustu
 • Við erum sanngjörn og heiðarleg

Samvinna

 • Við setjum markið hátt og trúum því að saman náum við betri árangri
 • Við brúum bil og eflum tengsl ólíkra aðila til að úr verði sterkari heild
 • Við erum hvetjandi og jákvæð

Mannauður

Í Austurbrú er deigla fyrir ólík sjónarmið, nýbreytni og þor til að takast á við áskoranir og reyna nýjar leiðir að sameiginlegu marki. Þar er opinn vettvangur skoðanaskipta og virðing sýnd í öllum samskiptum. Austurbrú ræktar starfsfólk sitt og ýtir undir að það vaxi í starfi. Fjölhæfni í menntun, reynslu og hæfileikum starfsfólks gerir það að verkum að stofnunin er vel í stakk búin að takast á við flókin viðfangsefni sem spanna vítt svið.

Virk samvinna á milli málaflokka og þverfaglegt starf Austurbrúar styrkir grundvöll fyrir uppbyggilegri þróun og nýsköpun í samfélaginu.

Samstarf

Starfsfólk Austurbrúar gengur í takt við samfélagið og leitast við að efla jákvæðni og traust.

Verkefni Austurbrúar, hvort sem þau eiga upptök sín innan hennar eða utan, taka mið af þörfum og hagsmunum samfélagsins. Austurbrú efnir reglulega til samtals við hagsmunaðila um málefni sem á þeim brenna. Allir geta komið í Austurbrú með erindi sín, hugmyndir, uppástungur og hvaðeina sem styrkt getur Austurland.

Starf Austurbrúar einkennist af faglegri nálgun á öll viðfangsefni með það að markmiði að:

 • Hækka menntunarstig og auka rannsóknir
 • Styrkja markaðssetningu svæðisins til búsetu, fjárfestinga og ferðalaga
 • Bjóða fjölþætta starfsemi á sviði menningar og lista
 • Efla nýsköpun og þróun atvinnulífsins með áherslu á aukna fjölbreytni
 • Byggja upp þekkingu og auka starfshæfni fólks í fjórðungnum

Starfsfólk Austurbrúar leggur metnað sinn í að veita faglega þjónustu og ráðgjöf sem svarar þörfum íbúanna og samfélagsins.

Framtíðarsýn Austurbrúar

Öflugir atvinnuvegir – Fjölbreytt mennta- og vísindastarf – Gróskumikið menningarlíf – Hágæða áfangastaður

 • Austurland verði eftirsóknarverður staður fyrir jafnt unga sem aldna til að búa og starfa á.
 • Atvinnulífið byggi á sterkum grunnstoðum og eflist.
 • Menntunarstig hækki með auknu námsframboði í heimabyggð.
 • Möguleikar til háskólanáms verði fjölbreyttir og rannsóknir og fræðastarf fastur hluti af starfi fagstofnana.
 • Menningarstarfsemi verði gróskumikil og framsækin og stuðli að auknum lífsgæðum íbúanna.
 • Austurland verði einstæður hágæða áfangastaður ferðamanna sem byggi á náttúru, menningu og afurðum úr héraði.
 • Rekið verði öflugt markaðsstarf með áherslu á gæði og fagvitund, í takt við samfélagið.

Frumkvöðlastarf og skapandi greinar styrkist með virkri samvinnu þeirra sem starfa að menntun, menningu og nýsköpun.

Austurbrú eflir jákvæða þróun atvinnulífs, menntunar og mannlífs á Austurlandi.