Mótttökurnar á Vopnafirði voru sérstaklega höfðinglegar þar sem boðið var upp á íslenskt kaffihlaðborð, m.a. með rjómafylltum pönnukökum og flatbrauð með laxi. Stjórnin hóf heimsóknina á Vopnafirði á því að hitta fulltrúa sveitarstjórnar þar í bæ þar sem farið var yfir það sem efst er á baugi í sveitarfélaginu. Að því loknu fundaði stjórnin. Þetta var síðasti fundur fráfarandi framkvæmdastjóra, Jónu Árnýjar Þórðardóttur, en ásamt henni sat fundinn Dagmar Ýr Stefánsdóttir, nýr framkvæmdastjóri SSA.